

Amadou Onana, leikmaður Aston Villa, kom mörgum á óvart í gær eftir leik liðsins við West Ham.
Villa vann þennan leik 2-1 á útivelli en Belginn skoraði fyrra mark liðsins í sigrinum – Jhon Duran tryggði síðar sigurinn.
Enskur hreimur Onana kom mörgum á óvart en hann hefur aðeins búið á Englandi í um tvö ár.
Onana var keyptur til Everton árið 2022 og var að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Villa eftir komu í sumar.
Onana er fæddur í Senegal en spilaði nánast allan sinn feril í Belgíu áður en hann færði sig til Þýskalands og svo Frakklands.
Því miður er ekki hægt að birta myndband af viðtali hans við Sky í gær en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Onana vekur athygli vegna hreimsins.
Fyrr á árinu svaraði hann blaðamanni sem kallaði hann ‘André’ og vakti það myndband athygli á sínum tíma.
Það fór framhjá mörgum stuðningsmönnum Villa sem tóku eftir þessum hreim í fyrsta sinn eftir sigur gærkvöldsins.
,,Hvað í andskotanum er í gangi? Hann er Belgi? Ég skil ekki neitt,“ sagði einn og bætir annar við: ,,En hvernig? Hvað, ha?“
🇧🇪Amadou Onana 🗣️
“Andre is not even my name mate”
The change in language and accent is craaazy here 😭 pic.twitter.com/ivefChv6RO
— António Mango (@AntonioMango4) June 18, 2024