fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Baunaði á samstarfsmann sinn í beinni útsendingu: Var ekki að hlusta – ,,Ég sagði þetta fyrir tveimur sekúndum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 20:00

Jenas hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi skondið atvik átti sér stað í beinni útsendingu hjá TNT Sport í gær er leikur Ipswich og Liverpool fór fram.

Mohamed Salah átti stórleik fyrir Liverpool í seinni hálfleik en frammistaða liðsins í þeim fyrri var ekki upp á marga fiska.

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, lýsti leiknum ásamt Darren Fletcher og hrósaði Salah sem skoraði og lagði upp í 2-0 sigri.

Jenas sagði að Salah væri eini ljósi punkturinn í liði Liverpool á ákveðnum tímapunkti en það var á meðan Liverpool var í vandræðum með heimamenn.

Fletcher sagði nákvæmlega það sama stuttu seinna eða eftir stoðsendingu egypska landsliðsmannsins sem fór ekki beint vel í Jenas.

,,Þú varst ekkert að hlusta á það sem ég var að segja, er það? Ég sagði þetta fyrir tveimur sekúndum,“ sagði Jenas og hljómaði nokkuð pirraður.

Fletcher baðst afsökunar í útsendingunni og sagðist hafa verið að hlusta á dagskrárstjóra TNT á þeim tímapunkti.

Jenas svaraði: ,,Tveir hlutir í einu Fletch, það er okkar starf,“ sagði fyrrum enski landsliðsmaðurinn sem virtist samþykkja þessa ‘afsökunarbeiðni.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning