fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Baunaði á samstarfsmann sinn í beinni útsendingu: Var ekki að hlusta – ,,Ég sagði þetta fyrir tveimur sekúndum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 20:00

Jenas hér til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi skondið atvik átti sér stað í beinni útsendingu hjá TNT Sport í gær er leikur Ipswich og Liverpool fór fram.

Mohamed Salah átti stórleik fyrir Liverpool í seinni hálfleik en frammistaða liðsins í þeim fyrri var ekki upp á marga fiska.

Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður Tottenham, lýsti leiknum ásamt Darren Fletcher og hrósaði Salah sem skoraði og lagði upp í 2-0 sigri.

Jenas sagði að Salah væri eini ljósi punkturinn í liði Liverpool á ákveðnum tímapunkti en það var á meðan Liverpool var í vandræðum með heimamenn.

Fletcher sagði nákvæmlega það sama stuttu seinna eða eftir stoðsendingu egypska landsliðsmannsins sem fór ekki beint vel í Jenas.

,,Þú varst ekkert að hlusta á það sem ég var að segja, er það? Ég sagði þetta fyrir tveimur sekúndum,“ sagði Jenas og hljómaði nokkuð pirraður.

Fletcher baðst afsökunar í útsendingunni og sagðist hafa verið að hlusta á dagskrárstjóra TNT á þeim tímapunkti.

Jenas svaraði: ,,Tveir hlutir í einu Fletch, það er okkar starf,“ sagði fyrrum enski landsliðsmaðurinn sem virtist samþykkja þessa ‘afsökunarbeiðni.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu