fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Varpaði sprengju í samtali við fjölmiðla: Hraunar yfir mann sem glímir við ólæknandi krabbamein – ,,Mesti aumingi sem ég hef hitt“

433
Laugardaginn 17. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem kannast við nafnið Ulrika Jonsson en hún var um tíma í fjölmiðlum árið 2002 til 2004.

Ástæðan er Sven-Goran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, sem hélt framhjá eiginkonu sinni Nancy með Ulrika á þessum tíma.

Sven hefur sjálfur tjáð sig um framhjáhaldið í heimildarmynd sem var birt á Amazon en fer ekki yfir öll smáatriðin – annað en Ulrika var tilbúin að gera.

Sven er að glíma við ólæknandi krabbamein í dag en hann greindi sjálfur frá því fyrr á þessu ári og reynir í dag að lifa lífinu eins vel og hann getur.

Ulrika sparaði ekki stóru orðin er hún ræddi um þeirra samband en þau hafa ekki verið í neinu beinu sambandi undanfarin ár.

,,Þegar ég sé Sven-Goran Eriksson í dag þá sé ég brotinn mann. Mann sem glímir við ólæknandi sjúkdóm en hefur sjálfur viðurkennt að hafa lifað góðu lífi,“ sagði Ulrika.

,,Þegar við hittumst fyrst árið 2002 þá bað ég um eiginhandaráritun í teiti sem var haldið af Alastair Campbell. Hann svaraði með því að biðja mig um símanúmerið mitt, svo hann gæti hringt í mig.“

,,Ég var einstæð á þessum tíma og 34 ára gömul, hann var 54 ára gamall og sagðist vilja skilja vð eiginkonu sína Nancy Dell’Olio því það samband væri að taka alla hans orku.“

Sven-Göran Eriksson. Mynd/Getty

,,Hann ákvað síðar að hringja í mig daglega þegar hann var í sumarfríi með Nancy, hann sagði mér hversu falleg ég væri og hversu mikið hann vildi hitta mig.“

Ulrika fer enn lengra og segir að þau hafi sofið saman í fyrsta sinn stuttu eftir 54 ára afmæli Sven.

,,Hann sneri aftur heim degi eftir afmælið, hann ákvað að heimsækja mig og við sváfum saman. Þetta var ekki ástríðufullt framhjáhald. Hann var voldugur og átti alla þessa peninga en hann er mesti aumingi sem ég hef nokkurn tímann hitt.“

,,Stuttu seinna átti hann að fara til Portúgals vegna leik enska landsliðsins og bað mig um að koma með. Hann sagði að ég ætti að borga fyrir ferðina en að hann myndi borga mér til baka. Ég harðneitaði, ég borga fyrir sjálfa mig – ég hef aldrei tekið við peningum frá karlmanni.“

Ulrika fer svo yfir hvernig hennar líðan var eftir að fjölmiðlar komust að sambandinu en það var mikið fjallað um málið á sínum tíma.

,,Þegar það komst upp um framhjáhaldið þá vildi hann ekki staðfesta það sem átti sér stað okkar á milli. Ég var skilin eftir og fólk ásakaði mig um að búa þessar sögur til svo ég gæti fangað athygli fjölmiðla.“

,,Það gerði mig bálreiða. Ég var vinnandi kona sem þurfti ekki á þessari dramatík að halda. Hann segir í heimildarmyndinni að hann hafi ekki brotið af sér og það er rétt en hann gerði stór mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí

Nóg að gera hjá Chelsea – Skoða miðjumann Barcelona og Garnacho hafnaði tilboði frá Sádí
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi

Beckham vekur mikla athygli á snekkju – Fimmtugur í rosalegu formi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Í gær

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Í gær

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Í gær

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning