

Ipswich 0 – 2 Liverpool
0-1 Diogo Jota(’60)
0-2 Mohamed Salah(’65)
Mohamed Salah var allt í öllu í fyrsta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni sem var gegn Ipswich.
Salah átti flottan leik fyrir gestina en hann lagði upp fyrsta mark leiksins á laglegan hátt á Diogo Jota.
Stuttu seinna skoraði Salah sjálfur annað markið en Ipswich var alls ekki mikið verri aðilinn í fyrri hálfleik.
Liverpool skipti um gír í þeim seinni og stjórnaði leiknum virkilega vel og er nú komið með þrjú stig í stigatöflunni.