

Stuðningsmenn Manchester United komu snemma saman í morgun til að biðja fyrir, um er að ræða stuðningsmenn United í Úganda.
Í Afríku er enski fótboltinn afar vinsæll en úrvalsdeildin fer af stað í kvöld.
Manchester United mætir þá Fulham á heimavelli og fóru mennirnir í Úganda með bænirnar sínar.
Þeir vonast eftir góðu tímabili en United endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Bænirnar voru góðar eins og sjá má hér að neðan.
🚨🎥 – Manchester United fans in Iganga, Uganda praying ahead of the 2024/25 season that starts tonight
Don’t ever think that people away from England aren’t ‘proper’ fans.. pic.twitter.com/xfmnsr1zwu
— Frank🧠🇳🇱 (fan) (@TenHagEra) August 16, 2024