

Albert Guðmundsson er að verða leikmaður Fiorentina en hann kemur til að byrja með á láni frá Genoa en launin hans hækka hressilega.
Sagt er í ítölskum miðlum í dag að Albert fái 2,2 milljónir evra í vasann fyrir tímabilið hjá Fiorentina.
Um er að ræða 337 milljónir króna en hjá Genoa er sagt að Albert hafi fengið tæpar 200 milljónir króna í vasann á ári.
Launin eru því að hækka hressilega. Fiorentina reyndi að kaupa Albert frá Genoa í janúar en nú kemur íslenski sóknarmaðurinn á láni.
Fiorentina borgar 8 milljónir evra fyrir að fá Albert á láni en getur svo keypt hann næsta sumar fyrir 17 milljónir evra.
Albert var magnaður með Genoa á síðustu leiktíð en Inter Milan vildi kaupa Albert en gat ekki búið til pláss í bókhaldi sínu til að klára kaupin.
Albert hefur verið í tvö og hálft ár hjá Genoa en fær nú tækifæri hjá stærra félagi.