

Alice Campello og Alvaro Morata ákváðu að skilja fyrr á þessu ári en þau höfðu verið gift í rúmlega sjö ár.
Þetta sambandsslit kom mörgum á óvart en Campello hefur nú tjáð sig opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma.
Hún segir að samband hennar við Morata sé gott enn þann dag í dag en að best fyrir báða aðila hafi verið að enda hjónabandið.
Morata er leikmaður AC Milan í dag og lék með spænska landsliðinu á EM í sumar þar sem liðið fór alla leið og vann mótið.
Það kom mörgum á óvart þegar stjörnuparið ákvað að skilja en Campello hefur nú útskýrt sína hlið.
,,Við munum alltaf elska hvort annað, ástin hverfur ekki á einum degi. Virðingin okkar á milli er mikil og það mun aldrei breytast,“ sagði Campello.
,,Þetta er það sem við þurfum á að halda í dag en ég veit að Alvaro myndi drepa fyrir mig.“