

Enginn styrktaraðili verður framan á treyju Chelsea á komandi tímabili – allavega til að byrja með.
Infinite Athlete var aðal styrktaraðili Chelsea á síðustu leiktíð og tók við af vörumerkinu ‘3’ sem dró sig til hliðar eftir stríðið í Úkraínu.
Roman Abramovich var þá eigandi Chelsea en hann er rússnenskur en í dag þá er Chelsea í eigu Todd Boehly og Clearlake Capital.
Athletic segir að Chelsea ætli að kynna inn nýjan styrktaraðila bráðlega en það gerist að öllum líkindum ekki fyrir helgina.
Enska úrvalsdeildin hefst einmitt á morgun en Chelsea spilar sinn fyrsta leik gegn Manchester City á sunnudag.
Ekkert vörumerki verður því sjáanlegt framan á treyjum Chelsea í þeim leik líkt og gerðist í fyrra.
