fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Telur Hafrúnu fara fram úr sér og að hún skilji ekki muninn – „Það er alltaf rifið í eitthvað þegar fótboltinn gerir eitthvað rangt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football ályktar að Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarstjóri íþróttafræði deildar Háskólans í Reykjavík skilji ekki muninn á fótbolta og öðrum íþróttum.

Hafrún fór mikinn í pistli á Facebook í vikunni. Tilefni pistilsins var framkoma Arnar Gunnlaugssonar, þjálfara Íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, sem brjálaðist í leik liðsins um helgina og var rekinn af velli.

Hafrún var hluti af hópnum í kringum íslenska keppendur sem voru á Ólympíuleikunum þar sem þeir riðu ekki feitum hesti.

„Það sem ég held að hún skilji ekki, stangarstökk, handbolti og annað er ekki fótbolti. Fótbolti er lífsstíll, 99 prósent af öllum samræðum þínum eru um fótbolta. Fótbolti er skepna sem svona fólk skilur ekki,“ segir Hjövar í þætti sínum Dr. Football.

Pistil Hafrúnar má lesa í heild hérna.

Hafrún er nýkomin frá Ólympíuleikunum í París þar sem hún stóð vaktina sem sálfræðingur íslenska hópsins og fylgdist þar með afreksfólki í fjölmörgum íþróttagreinum í miklu návígi. Segir hún að afreksþjálfarar sem þjálfa íþróttamenn í allra fremstu röð hegði sér einfaldlega ekki með þessum hætti.

„Ég var í 25 manna hópi í Eistlandi og það var enginn að fylgjast með Ólympíuleikunum, það er svona eins og ein stóra loopa af EuroSport. Það er ekkert sem þú getur ekki misst af í sjónvarpi,“ sagði Hjörvar um þá keppni

„Ég held að fólk fatti ekki muninn á fótbolta og þeim lífsstíl sem fótbolti er. Þetta er fínn pistill og margt sem menn geta tekið til sín, eins og hörmungar Ólympíuleikarnir fyrir okkur. Anton Sveinn McKee var hátið miðað við annað.“

Hjörvar segir fólk bregðast öðruvísi við þegar eitthvað gerist í fótbolta, þá vilja allir hoppa á vagninn og gagnrýna. „Þetta er Arnari ekki til framdráttar en það er alltaf rifið í eitthvað þegar fótboltinn gerir eitthvað rangt. Þá hoppa allir á vanginn, fótboltinn er allt önnur skepna. Ég hef fengið milljón atvik send af handbolta og körfuboltaþjálfurum gera eitthvað innan sem utan vallar. 

Pistil Hafrúnar má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum