fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Gæti orðið sá launahæsti frá upphafi: Er hægt að neita svona upphæð? – 53 milljarðar í boði

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið í Sádi Arabíu er sagt vera til í að gera Vinicius Junior að launahæsta leikmanni allra tíma en frá þessu greinir ESPN en það yrði gert ásamt ríkissjóð landsins.

Vinicius er 24 ára gamall og er einn öflugasti vængmaður Evrópu en lið frá Sádi hafa sýnt honum áhuga í dágóðan tíma.

Samkvæmt ESPN er ónefnt lið tilbúið að borga Brasilíumanninum 300 milljónir punda á ári sem er í raun galin upphæð.

Vinicius fengi 25 milljónir punda á mánuði, 800 þúsund pund á hverjum degi og um tíu pund á sekúndu.

Ef Vinicius tekur þessum samningi fær hann í íslenskum krónum 53 milljarða fyrir hvert ár og myndi samningurinn gilda til ársins 2029.

Talið er að Vinicius vilji halda áfram í Madríd en það eru svo sannarlega ekki allir sem gætu hafnað svo ótrúanlegu tilboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“