fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Bjarney spyr hvaða fólk Hjörvar sé að meina – „Hlýtur að vera einhvers konar heimsmet í hrútskýringu!“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 15. ágúst 2024 22:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pistill Hafrúnar Kristjánsdóttur, sálfræðings og deildarstjóra íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík hefur vakið mikla athygli í vikunni, en tilefni skrifa Hafrúnar var framkoma Arnar Gunnlaugssonar, þjálfara Íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, sem brjálaðist í leik liðsins um helgina og var rekinn af velli.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, tjáði sig um pistil Hafrúnar í þætti sínum og sagði meðal annars: 

„Það sem ég held að hún skilji ekki, stangarstökk, handbolti og annað er ekki fótbolti. Fótbolti er lífsstíll, 99 prósent af öllum samræðum þínum eru um fótbolta. Fótbolti er skepna sem svona fólk skilur ekki.“

Sjá einnig: Telur Hafrúnu fara fram úr sér og að hún skilji ekki muninn – „Það er alltaf rifið í eitthvað þegar fótboltinn gerir eitthvað rangt“

„Svona fólk eins og Hafrún Kristjánsdóttir sem er með doktorspróf í sálfræði, er prófessor við íþróttafræðideild HR, er deildarforseti þeirrar deildar og hefur verið lengi?

Svona fólk eins og Hafrún sem hefur unnið með a.m.k. fjórum liðum í efstu deild karla í fótbolta og einnig með fjölmörgum atvinnumönnum í fótbolta? Hafrún hefur líka mikið unnið með KSÍ að allskonar málum og var reyndar einn af höfundum KSÍ skýrslunnar frægu. Hún hefur einnig birt vísindagreinar um fótbolta og skrifað bókarkafla í bók um knattspyrnu á Norðurlöndum. 

Svona fólk eins Hafrún sem er varaformaður Knattspyrnufélagsins Vals? Hafrún hefur verið í mörg ár í stjórn Vals og hefur því ansi mikla þekkingu á rekstri knattspyrnuliða í fremstu röð á Íslandi. 

Svona fólk eins og Hafrún sem hefur verið í samstarfi við lið í ensku úrvalsdeildinni og verið boðið í heimsókn til þeirra oftar en einu sinni?

Er hann að meina þannig fólk?“

spyr Bjarney Láru Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar.

Í færslu á Facebook sem Bjarney skrifaði fyrr í kvöld segist hún ekki þekkja neina konu eða manneskju yfir höfuð, sem fylgist jafn vel með íslenskum fótbolta og Hafrún, hún sé  algjört fótboltanörd.

„Hafrún hefur reyndar líka mikla þekkingu á öðrum íþróttum, var sjálf landsliðskona í handbolta og spilaði lengi með Val. Hún er jafnframt einn fremsti íþróttasálfræðingur landsins og hefur fylgt íslensku íþróttafólki á stórmót í hinum ýmsu greinum, m.a. farið á ferna Ólympíuleika.

Svo bendir þessi kona, með þetta CV, á að fótboltaþjálfarar hafi farið yfir strikið í hegðun sinni upp á síðkastið og að slík hegðun virðist vera að einhverju leyti samfélagslega viðurkennd. Hvað gerist þá, jú einhver sjálfskipaður doktor í fótbolta mætir í umræðuna og segir að Hafrún skilji ekki fótbolta og muninn á fótbolta á öðrum íþróttagreinum. 

Þetta hlýtur að vera einhvers konar heimsmet í hrútskýringu!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England