fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segir að konur geti ekki sinnt starfinu jafn vel og karlar: Ummælin fá hörð viðbrögð – ,,Þarft að þekkja hvað þú ert að tala um“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Des Lynam sem er fyrrum þáttastjórnandi Match of the Day á Englandi.

Lynam er í dag 81 árs gamall en hann tjáði sig um stöðu þáttarins í dag sem er oft í umsjón kvenkyns sparkspekinga.

Það er eitthvað sem Lynam er ekki of hrifinn af en hann vill meina að það sé allt annað að spila fótbolta í karlaflokki og í kvennaflokki.

Í Match of the Day er fjallað um ensku úrvalsdeildina en um hverja helgi eða í hverri viku er farið yfir leiki hverrar umferðar fyrir sig.

Þessi ummæli Lynam hafa ekki farið vel í alla en sjónvarp hefur svo sannarlega breyst frá því Lynam var að stýra þættinum á sínum tíma.

,,Ég hef ekkert á móti kvenkyns þáttastjórnendum. Hins vegar þegar þú ert sparkspekingur og ert að gefa þínar skoðanir þá þarftu að hafa spilað leikinn og þekkja hvað þú ert að tala um, þar að segja karlafótbolta,“ sagði Lynam.

,,Það er bara mín skoðun,“ bætti Lynam við og fór svo í að ræða félagið sem hann styður, Brighton.

,,Ég hef stutt Brighton allt mitt líf en ég get ekki nefnt liðið í dag. Það eru aðeins tveir sem ég þekki, hinir eru erlendir strákar sem eru frá Suður-Ameríku og þessháttar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Í gær

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn kveður Víking

Fyrirliðinn kveður Víking