Lið Barcelona er orðið virkilega þreytt á Nico Williams og Athletic Bilbao en leikmaðurinn er á mála hjá því félagi.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Barcelona hefur reynt að klófesta Williams í sumar en án árangurs.
Um er að ræða spænskan landsliðsmann sem var einn sá besti á EM í sumar en Spánverjar fóru alla leið og unnu mótið.
Athletic hefur lítinn áhuga á að selja leikmanninn í sumar og hefur Barcelona náð litlum sem engum árangri í sumar varðandi viðræður.
Nú er greint frá því að spænsku risarnir séu að horfa til Þýskalands í staðinn og vilja fá vængmanninn Kingsley Coman sem leikur með Bayern Munchen.
Litlar sem engar líkur eru á að Athletic fari í viðræður við Börsunga varðandi Williams en Coman er til sölu en er einnig á óskalista liða eins og Paris Saint-Germain og Manchester City.