fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Birti mynd af fjölskyldunni og fékk ófá viðbjóðsleg skilaboð – ,,Myndi henda þessum börnum beint í sjóinn“

433
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 21:30

Messi og Antonella.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Lionel Messi fékk þónokkur viðbjóðsleg skilaboð á Instagram er hún birti mynd af fjölskyldunni í sumarfríi.

Antonela Roccuzzo er eiginkona Messi en saman eiga þau þrjú börn og hafa verið saman í fjölmörg ár.

Messi hefur sjálfur verið í sumarfríi en líkur eru á að hann láti sjá sig í kvöld er Inter Miami spilar við Colombus Crew í bandaríska bikarnum.

Antonela þurfti að lesa mörg hatursfull skilaboð á Instagram síðu sinni er hún birti mynd af fjölskyldunni en líklegt er að um stuðningsmenn Real Madrid sé að ræða.

Messi er fyrrum leikmaður Barcelona sem eru erkifjendur Real en hann er einn besti ef ekki besti leikmaður í sögu félagsins.

,,Ég myndi henda þessum börnum beint í sjóinn og drífa mig heim,“ skrifaði einn og bætir annar við: ,,Falleg fjölskylda en því miður er þessi í miðjunni fótboltanum til skammar.“

Fleiri óviðeigandi skilaboð voru skrifuð við færsluna en myndina sem Antonela birti má sjá hér.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum

Þetta eru mennirnir sem KSÍ hefur fengið til að rýna í hvernig til hefur tekist – Stór nöfn á listanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit

Íslandsmeistararnir þægilega áfram í 16-liða úrslit
433Sport
Í gær

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Í gær

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann