fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Ótrúlegt atvik úr nýrri heimildarmynd: Yfirmaður Jóhanns sturlaðist og las yfir honum fyrir framan alla – „Þvílíkur rasshaus“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin MISSION TO BURNLEY kemur út von bráðar hjá Sky Sports en myndavélar þeirra fengu að fylgjast með síðasta tímabili Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley féll úr deildinni en fyrrum þjálfari liðsins Vincent Kompany fer með stórt hlutverk í myndinni. Búið er að birta atriði sem kom upp á æfingasvæði liðsins.

Þar trylltist Kompany út í Jóhann Berg Guðmundsson kantmann liðsins en atvikið átti sér stað á seinni hluta síðasta tímabils þegar Burnley var í vondum málum.

Kompany var verulega ósáttur með framkomu Jóhanns á æfingasvæðinu. „Jói ekki dirfast til að pirra mig. Ég hef fengið nóg af helvítis tuðinu,“ segir Kompany við Jóhann í byrjun og byrjar að öskra.

Kompany hélt svo áfram. Ert þú stór strákur, vilt þú komast í byrjunarliðið? Ert þú stór strákur,“ sagði Kompany sem er hættur með Burnley og tekinn við FC Bayern.

Jóhann lætur öskrin yfir sig ganga en fær nóg þegar Kompany heldur áfram. „Ég bað bara um að klára þennan hluta af æfingunni, yfir hverju hef ég kvartað í dag?,“ segir Jóhann.

Liðsfélagar hans mæta svo á svæðið og draga hann í burtu en Kompany heldur áfram að góla út í loftið og les yfir Jóhanni.

Netverjar ræða atvikið og saka sumir stjórann um eineltistilburði. „Að niðurlægja einhvern svona fyrir framan alla? Ömurlegt,“ skrifar einn.

„Klassísk hegðun hjá eineltisseggi, öll þau ár sem ég hef fylgst með Jóhanni þá get ég aldrei sagt að líkamstjáning hans hafi verið slæm eða viðhorf,“ skrifar annar.

„Þvílíkur rasshaus, frábært að hann sé farinn,“ skrifar einn og fleiri taka í þennan sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum

Virðist sætta sig við að Guehi sé á förum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“

Drullar yfir Gary Neville – „Ummæla-niðurgangur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun

Fyrrum leikmaður United aðstoðar Fletcher á morgun
433Sport
Í gær

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn