fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Fylkir reynir að kaupa Oumar Sowe áður en glugginn lokar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 13:47

Omar Sowe Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is er Fylkir að reyna að kaupa Oumar Sowe framherja Leiknis en viðræður félaganna hafa verið í gangi.

Fylkir sem er að berjast fyrir lífi sínu í Bestu deildinni er eitt þeirra liða sem hafa sýnt Sowe áhuga í glugganum.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og því er ekki mikill tími til stefnu. Samningur Sowe við Leikni rennur út eftir tímabilið samkvæmt vef KSÍ.

Sowe hefur skorað tíu mörk í fimmtán leikjum í Lengjudeildinni í sumar en hann skoraði tólf mörk á síðustu leiktíð.

Framherjinn knái sem er fæddur árið 2000 kom fyrst til Íslands fyrir rúmum tveimur árum og samdi þá við Breiðablik áður en hann fór til Leiknis.

Fylkir er í fallsæti Bestu deildarinnar en liðið hefur spilað ágætlega undanfarið og reynir að styrkja lið sitt með því að krækja í Sowe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“