fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Íslendingarnir geta þakkað Drake sem rétti fram hjálparhönd: Voru nánast gjaldþrota – ,,Hann útskýrði þetta á mjög einfaldan hátt“

433
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 10:30

Drake

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan sjálf Drake hefur hjálpað Íslendingafélaginu Venezia sem var nálægt því að verða gjaldþrota stuttu eftir að hafa tryggt sér sæti í Serie A á nýjan leik.

Serie A er efsta deild Ítalíu en með liðinu spila þeir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson.

Það er TMZ sem fjallar um málið en Matte Babel er markaðsstjóri Venezia og er einnig hluti af starfsteymi Drake sem er einn frægasti ef ekki frægasti rappari heims.

Drake tók til sinna ráða og hjálpaði Venezia að fá inn fjárfesta sem hafa safnað 31 milljónum punda á stuttum tíma til að hjálpa fjárhagsvandræðum félagsins.

Venezia ætti því að vera í ágætis málum fyrir komnandi tímabil en þetta hafði Babel að segja um stöðuna:

,,Drake útskýrði vandamálið á mjög einfaldan hátt, Venezia þarf að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo 30 milljónum evra á nokkrum mánuðum eða þeir verða gjaldþrota,“ sagði Babel.

,,Venice er ótrúleg borg og félagið hefur alltaf verið sérstakt. Ég ræddi við Drake og Brad Katziuyama[eiganda félagsins] og komst að því hvernig við gætum hjálpað.“

,,Það er ekki hægt að neita fyrir mikilvægi Drake fyrir hvaða knattspyrnufélag sem er í þessari stöðu miðað við hans stærðargráðu og markaðsverð.“

Venezia hefur nýtt peninginn vel og er að styrkja hópinn fyrir veturinn og er einnig að bæta eigið æfingasvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin