fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Hætti í ‘draumavinnunni’ til að taka gríðarlega áhættu: Gat ekki neitað tækifærinu – ,,Viðbrögð eiginkonunnar voru hrollvekjandi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Woodman segist vera hugrakkur maður fyrir ákvörðun sem hann ákvað að taka fyrir um þremur árum síðan.

Woodman er 52 ára gamall Englendingur en hann var markvörður á sínum tíma og spilaði með liðum eins og Crystal Palace, Exeter, Northampton og Brentford.

Eftir að ferli hans lauk 2006 ákvað hann að gerast markmannsþjálfari og starfaði fyrir Arsenal í dágóðan tíma, undir stjórn manna eins og Arsene Wenger, Unai Emery og Mikel Arteta.

Woodman ákvað þó að segja skilið við stórkostlegar aðstæður í London og tók við utandeildarliði Bromley þar sem hann hefur verið undanfarin þrjú ár.

,,Þegar ég ákvað að yfirgefa ensku úrvalsdeildina fyrir utandeildina.. Viðbrögðin sem ég fékk frá eiginkonunni voru hrollvekjandi,“ sagði Woodman.

,,Ég var að vinna draumavinnuna hjá Arsenal, ég hafði séð um alla markmannsþjálfun í fimm ár fyrir það þá vann ég með Alan Pardew.“

,,Þetta tækifæri gafst og eftir að hafa rætt við eiganda félagsins þá allt í einu virtist þetta vera rétt skref. Ég var hugrakkur að taka þetta stökk.“

,,Ég var í öruggu starfi en fann að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að reyna annars hefði ég ofhugsað hvað hefði mögulega getað gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin