fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Víkingur eyddi X-færslu sinni sem fékk hörð viðbrögð – „Hvaða ömurlega comedya er að eiga sér stað hérna“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinber síða Íslands og bikarameistara Víkings ákvað að eyða út Twitter færslu þar sem grín var gert af markinu sem var bilað í Kórnum í gærkvöldi.

Fresta þurfti leik HK og KR sökum þess að eitt markið í Kórnum var brotið, reynt var að lagfæra hlutina og koma með nýtt mark en það gekk ekki upp.

Óvíst er hvenær leikurinn fer fram en sá sem sér um X-síðu Víkings ákvað að slá á „létta“ strengi en fékk bágt fyrir grínið.

„Við erum með gróðrarstöðina Mörk hérna við hliðina á okkur. En enginn hafði samband úr Kórnum. Spes,“ skrifaði Víkingur á Twitter en liðið hafði skömmu áður gert 1-1 jafntefli gegn Floria Tallin í Sambandsdeildinni.

Skömmu síðar var færslunni eytt en þá hafði Sigurður Gísli Snorrason sérfræðingur Dr. Football meðal annars gagnrýnt hana. „Er sonur hans Ladda með admin-ið þarna eða hvaða ömurlega comedya er að eiga sér stað hérna,“ skrifaði Sigurður og fékk svar Víkingum og var beðin um að vera rólegur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð