fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Vonar að undrabarnið hlusti og verði jarðbundinn – ,,Getur treyst á mig sama hvað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. ágúst 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, hefur gefið ungstirni félagsins, Lamine Yamal, góð ráð fyrir komandi tímabil.

Yamal er 17 ára gamall og er einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims og er liðsfélagi Þjóðverjans hjá Barcelona.

Það er mikið rætt um Yamal sem lék með Spánverjum á EM í sumar en hann þarf að taka gríðarlegri pressu og umfjöllun þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára að aldri.

,,Við þurfum að hrósa Xavi sem gaf honum sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu,“ sagði Ter Stegen en Xavi var látinn fara sem aðalþjálfari Barcelona fyrr á árinu.

,,Það er eitthvað sérstakt við þennan leikmann. Ég vona að hann sé jarðbundinn og hlusti ekki á of mikið hrós eða um eitt ákveðið augnablik, hann þarf að vinna fyrir liðið.“

,,Hann getur enn bætt sig og er enn mjög ungur, hann er bara að hefja sinn feril. Lamine veit að hann getur treyst á mig sama hvað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid