fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Íhugaði að gefast upp aðeins 27 ára gamall – ,,Sagði sjálfum mér að ég væri dauður“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir leikmanni sem ber nafnið Yaya Sanogo sem er 31 árs gamall framherji í dag.

Sanogo spilar í Kína í dag en hann var keyptur til Arsenal árið 2013 og átti að vera næsta vonarstjarna Frakklands.

Sanogo stóðst alls ekki væntingar hjá Arsenal og eftir lánsdvöl hjá Crystal Palace sem og Ajax var hann seldur til Toulouse í heimalandinu árið 2017.

Ferill Sanogo náði aldrei hæstu hæðum en meiðsli setti strik í reikninginn hjá Toulouse sem fékk hann til að íhuga að gefast upp.

,,Þetta átti sér stað á verstu tímum COVID-19, eftir þrjú tímabil hjá Toulouse. Ég var í einangrun í 14 daga og gat ekki hitt aðra manneskju,“ sagði Sanogo.

,,Eftir það þá komust læknarnir að vandamáli með öxlina á mér og ég þurfti að fara í aðgerð og endurhæfingu í þrjá mánuði, samkvæmt þeim.“

Sanogo fer enn dýpra í málið og viðurkennir að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta aðeins 27 ára gamall.

,,Já auðvitað íhugaði ég að gefast upp, stundum sagði ég sjálfum mér að ég væri dauður. Þegar ég var 16 ár gamall var mér sagt að framlína franska landsliðsins yrði Karim Benzema og Yaya Sanogo.“

,,Ég hafði þó trú og gat ekki hætt. Ég vildi klára mína sögu. Það komu tímar þar sem allt var erfitt. Hjá Auxerre íhugaði ég að hætta en ég gafst aldrei upp. Þetta hjálpaði mér að þroskast bæði innan sem utan vallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?

Gæti Napoli tekið tvo frá United á allra næstu dögum?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari

Howe og Slot tjá sig um Isak – Newcastle sagt opna á það að hann fari
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen

Blackburn vill fá Andra Lucas Guðjohnsen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen

Köln búið að kaupa Söndru Maríu Jessen
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Í gær

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho