fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Fullir vasar af peningum í Kópavogi en Hjörvar telur vanta fólk sem kann að eyða þeim – „Losuðu sig við Óla sem var kannski með of miklar skoðanir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júlí 2024 12:30

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Football snéri aftur í gær eftir sumarfrí en Hjörvar Hafliðason stjórnandi þáttarins ræddi um málefni líðandi stundar og eitt af þeim var málefni Breiðabliks.

Hjörvar telur að mikið af fólki sé að starfa hjá félaginu sem hafi litla reynslu og þetta geti reynst dýrkeypt.

„Meðan Víkingar ströggla í Evrópu þá hrynja inn peningar í Smárann. Willum til Birmingham fyrir metfé, ching ching. Enn ein millifærslan út af Sverri Inga, ching ching. Svo var Patrik að fara til Belgíu, ching ching. Það mokast inn peningur í Smáran, á meðan þetta er högg fyrir Víkinga,“ sagði Hjörvar um stöðu mála.

Breiðablik er að ganga í gegnum breytingar utan vallar en Eysteinn Pétur Lárusson er að hætta sem framkvæmdarstjóri og Karl Daníel Magnússon hans nánasti aðstoðarmaður sagði upp störfum á dögunum.

„Það er enginn þekking hjá Breiðablik hvernig á að fara með þessa peninga, ekkert fótbolta fólk að taka ákvarðanir um fótbolta. Þeir voru að ráða nýjan framkvæmdarstjóra, Tanja Tómasdóttir. Tekur við af reynslumiklum Eysteini, Kalli er að fara líka. Hann hefur verið allt í öllu síðustu tvö ár,“ sagði Hjörvar og ræddi einnig þegar félagið rak reyndan mann úr starfi á síðasta ári.

Halldór og Eysteinn framkvæmdarstjóri Blika

„Þeir losuðu sig við Óla Kristjáns sem var kannski með of miklar skoðanir.“

Fleiri breytingar eru hjá Blikum þar sem fólk með mikla reynslu er að fara úr starfi. „Þetta lítur skringilega út með Breiðablik, Hákon Sverrisson er að hætta. Það er það stærsta síðan að Ágúst Þór Ágústsson skipti um starfsvettvang. Hann hefur verið á hliðarlínunni á öllum fótboltamótum frá 1996.“

Arnar Sveinn Geirsson fyrrum leikmaður Vals lagði orð í belg. „Það er hard reset í gangi þarna, fyrir svona klúbb sem er með svona svakalega umgjörð. Marga yngri iðkendur, mikið af fólki á hverjum degi. Þetta er svakalegur rekstur, ég held að þú þurfir ekki alltaf reynslu en þú þarft hana á einhverjum stöðum. Nýr framkvæmdarstjóri kemur reynslulítill inn í þennan heim, Dóri Árna er með litla reynslu á þessu sviði,“ sagði Arnar.

Hjörvar telur að Víkingur og Breiðablik sem hafa verið tvö bestu lið landsins síðustu ár séu á ólíkum stöðum. „Víkingar með allt á hreinu fótboltalega, Blikar með allt á hreinu peningalega. Tvær andstæður sitthvoru megin við dalinn,“ sagði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield

Fjórir leikmenn United ekki á æfingu liðsins í dag – Þrír dagar í ferðalag á Anfield
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnað tvisvar á fimm dögum

Hafnað tvisvar á fimm dögum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar

Enska landsliðið í viðræðum við Beckham – Vilja nota aðstöðu hans næsta sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar

Flýta leik í lokaumferð Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja

Bættu meira en 16 ára gamalt met Spánverja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi

Skipti hans til Manchester United voru svo gott sem klár – Fannst þetta fráhrindandi