fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Rapparinn heimsfrægi gerði marga brjálaða í borginni: Stranglega bannað að klæðast svona fatnaði – ,,Hvað í andskotanum ertu að gera?“

433
Sunnudaginn 28. júlí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn og rapparinn heimsfrægi Snoop Dogg á það til að fylgjast með fótbolta en er ekki með allt á hreinu þegar kemur að erkifjendum á Englandi.

Snoop hefur greint frá því að hann hafi verið nálægt því að lenda í alvöru vandræðum er hann var staddur í Liverpool á England í vinnuferð.

Hann labbaði um götur borgarinnar í jakka Manchester United – eitthvað sem heimafólkið tók virkilega illa í og fékk hann svo sannarlega að heyra það frá ókunnugum aðilum.

Snoop viðurkennir að hegðun hans hafi í raun verið barnaleg en hann þekkir enska boltann ekki inn og út eins og margir aðrir.

,,Í dag veit ég að það er ekki sniðugt að klæðast treyju óvinaliðsins á þeirra svæði,“ sagði rapparinn.

,,Ég vissi það ekki til að byrja með, fyrst þegar ég kom til Englands þá klæddist ég Manchester United jakka og var staddur í Liverpool.“

,,Fólk hugsaði með sér hvað í andskotanum ég væri að gera, taktu þennan jakka af þér!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur