fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Opinbera stórfurðulega ástæðu þess að Ederson vill fara frá City

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Ederson er sennilega á förum frá Manchester City til Sádi-Arabíu í sumar. The Athletic fjallar um yfirvofandi skipti leikmannsins í dag.

Brasilíumaðurinn hefur verið hjá City í sjö ár og unnið allt sem hægt er að vinna. Nú fer hann hins vegar að öllum líkindum í peningana í Sádí, en bæði Al-Ittihad og Al-Nassr hafa áhuga.

Ástæður þess að Ederson vill fara, eða allavega ein þeirra, er þó heldur furðuleg miðað við það sem kemur fram í grein The Athletic í dag.

Ederson er nefnilega sagður pirraður á öllu lofinu sem varamarkvörður City, Stefan Ortega, fékk eftir leik gegn Tottenham í vor. Ortega átti ótrúlega vörslu frá Heung-Min Son í leiknum sem átti stóran þátt í að City skákaði Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn.

Eftir leik mátti heyra stuðningsmenn segja að Ederson, sem fór meiddur af velli í leiknum, hefði ekki varið þetta og þar fram eftir götum. Það var hann alls ekki sáttur með.

Eftir leik birti Ederson færslu sem í stóð: „Enginn skilur mig nema ég.“ Þetta ku vera ein af ástæðum þess að han vill fara.

Það er talið að Ortega muni verja mark City á næsta ári, frekar en að félagið fái inn annan mann til að leysa af Ederson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína