fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Ferðaðist hátt í 10 þúsund kílómetra til Íslands og ástæðan er ótrúleg – „Þetta var draumur að rætast“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 13:30

Leon Butcher

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Notandi á samskiptamiðlinum Reddit sem kallar sig Leon Butcher skellti sér alla leið frá Brasilíu til Íslands á fótboltaleik á dögunum.

Hann sagði frá þessu í þræði sem snýr að tölvuleiknum Football Manager. Hann hafði valið sér Breiðablik þar árið 2020 og skellti sér svo í heimsókn á Kópavogsvöll á dögunum. Þar sá kappinn liðið gera 1-1 jafntefli við ÍA.

Leon setti sig meira að segja í samband við Kristinn Steindórsson, leikmann Blika, og fékk svar. Kristinn var meira en til í að verða honum út um eiginhandaráritanir en að lokum fékk Leon ekki treyju á leikdegi þar sem þær voru uppseldar.

„Ég keypti samt tvær treyjur næsta dag. Búðin var reyndar lokuð en starfsmaður þar var til í að opna hana bara fyrir mig og unnustu mína þar sem þetta var síðasti dagurinn okkar á Íslandi,“ skrifar Leon.

Hann segir upplifunina á Kópavogsvelli hafa verið frábæra þó leikurinn hefði mátt vera betri af hálfu Blika.

„Þetta snerist meira um hvaða þýðingu þetta hafði fyrir mig, að sjá leikmennina sem ég hef fylgt síðan 2020 og á leikvanginum sem ég hef breytt í alvöru virki í Football Manager (við höfum farið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og fært íslenskan fótbolta upp á hærra stig). Þetta var draumur að rætast.“

Eins og áður kom fram var unnusta Leon með honum í för á Íslandi, en það hafði verið draumur þeirra að heimsækja landið.

„Ég bað hennar meira að segja og hún sagði já! Við vorum hér í níu daga og ég get ekki komið því í orð hversu fallegt landið er.“

After randomly choosing a club in Iceland back in 2020, Breidablik, four years later I went to Iceland (from Brazil) to watch one of their matches!
byu/LeonButcher infootballmanagergames

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England