fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

433
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Mascherano, þjálfari landsliðs Argentínu á Ólympíuleikunum, var bálreiður eftir leik sinna manna við Marokkó í gær.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Marokkó en Argentína hafði jafnað metin í 2-2 undir lok leiks – það mark var tekið af um klukkutíma eftir að lokaflautið átti sér stað.

Allt varð vitlaust á vellinum eftir mark Argentínumanna og þurftu dómarar leiksins að stöðva viðureignina.

Mascherano segir nú að einn af sínum leikmönnum, Thiago Almada, hafi verið rændur á þriðjudag en leikið var í St. Etienne í Frakklandi.

Mascherano segir að óboðnir gestir hafi brotist inn á hótel Argentínu en hvaða aðila hann er að tala um er í raun óljóst.

,,Í gær þá brutust þeir inn til okkar. Þeir stálu verðmætum frá Almada,“ sagði Mascherano bálreiður.

,,Þeir biðja okkur um vegabréf og þess háttar en svo gerast þessir hlutir. Þeir stálu úrum af honum og hringjum.“

,,Í leiknum þá gerðu þeir sér leið inn á völlinn sjö sinnum og köstuðu blysum í átt að okkur. Þeir vildu ekki spila leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara

Everton pirrað eftir ummæli í beinni í gær – Velti því fyrir sér hvort Pickford ætti ekki að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga

Óttaðist gjaldþrot og fór að lifa lífinu svona – Á um 20 milljarða í daga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk

Kaldar kveðjur á Gary Neville frá enskum stuðningsmönnum – Ræða hans um daginn fer illa í fólk
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður ekki seldur í janúar

Verður ekki seldur í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Í gær

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England