fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

433
Fimmtudaginn 25. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Mascherano, þjálfari landsliðs Argentínu á Ólympíuleikunum, var bálreiður eftir leik sinna manna við Marokkó í gær.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Marokkó en Argentína hafði jafnað metin í 2-2 undir lok leiks – það mark var tekið af um klukkutíma eftir að lokaflautið átti sér stað.

Allt varð vitlaust á vellinum eftir mark Argentínumanna og þurftu dómarar leiksins að stöðva viðureignina.

Mascherano segir nú að einn af sínum leikmönnum, Thiago Almada, hafi verið rændur á þriðjudag en leikið var í St. Etienne í Frakklandi.

Mascherano segir að óboðnir gestir hafi brotist inn á hótel Argentínu en hvaða aðila hann er að tala um er í raun óljóst.

,,Í gær þá brutust þeir inn til okkar. Þeir stálu verðmætum frá Almada,“ sagði Mascherano bálreiður.

,,Þeir biðja okkur um vegabréf og þess háttar en svo gerast þessir hlutir. Þeir stálu úrum af honum og hringjum.“

,,Í leiknum þá gerðu þeir sér leið inn á völlinn sjö sinnum og köstuðu blysum í átt að okkur. Þeir vildu ekki spila leikinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes