fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Þess vegna fékk Greenwood ekki að snúa aftur til Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 11:32

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var Sir Jim Ratcliffe, nýjasti hluthafinn í Manchester United, sem tók ákvörðun um að Mason Greenwood myndi ekki snúa aftur til félagsins. The Athletic segir frá.

Greenwood var á dögunum seldur frá United til Marseille fyrir rúmar 23 milljónir punda. Hann var á láni hjá Getafe á Spáni á síðustu leiktíð og stóð sig vel. Það var þó ákveðið að hann myndi ekki spila fyrir United á ný.

Stór ástæða fyrir því er saga sóknarmannsins unga utan vallar, en hann gerði sig sekan um gróft ofbeldi gagnvart kærustu sinni og nú barnsmóður. Mál á hendur honum hélt honum frá vellinum í langan tíma en var að lokum látið niður falla þegar lykilvitni steig til hliðar.

Ratcliffe, sem eignaðist fyrr á árinu um fjórðungshlut í United og tók yfir knattspyrnuhlið rekstursins, taldi að það yrði of mikil truflun að fá Greenwood inn í liðið á ný vegna þeirrar gagnrýni frá samfélaginu sem sú ákvörðun hefði valdið.

Einnig þurfti United að fá inn fjármuni til að rétta af bókhaldið og því reyndist það góður kostur að selja Greenwood. Rauðu djöflarnir fá svo 50 prósent af næstu sölu á kappanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mainoo fékk skýr skilaboð

Mainoo fékk skýr skilaboð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við