fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Mourinho bálreiður og skilur ekki hvað þeir voru að hugsa – ,,Stórfurðulegt“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 18:55

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, var hundfúll í gær eftir leik sinna manna við Lugano í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Leikið var í Thun í Sviss en Fenerbahce vann leikinn að lokum 4-3 eftir þrennu bosnísku goðsagnarinnar Edin Dzeko.

Lugano kaus að leika leikinn á gervigrasi, eitthvað sem Portúgalinn var virkilega óánægður með.

,,Við gerðum okkar besta til að notast ekki við afsakanir fyrir leikinn en að spila á gervigrasi er mikil áskorun fyrir okkur,“ sagði Mourinho.

,,Boltinn færist ekki eins og hann myndi gera á venjulegu grasi og leikmenn eiga í vandræðum með að rekja knöttinn og leikurinn er mun hægari.“

,,Ég get einfaldlega ekki skilið af hverju UEFA leyfir gervigras í Meistaradeildinni. Það er líka stórfurðulegt að gott lið eins og Lugano velji það að spila á þessum velli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mainoo fékk skýr skilaboð

Mainoo fékk skýr skilaboð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við