fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hundruðir Skota streyma til Íslands – Verð á flugmiðum rauk upp en fólk dó ekki ráðalaust

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 17:30

Colin Bright er einn harðasti stuðningsmaður St. Mirren. Hann er mættur hingað til lands. Mynd: X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn skoska liðsins St. Mirren bíða spenntir eftir fyrsta Evrópuleik sinna manna í 37 ár, en sá fer einmitt fram hér á Íslandi og er andstæðingurinn Valur.

Um er að ræða leik í 2. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar. Skoska blaðið The National fjallar í dag um leikinn og mikinn áhuga stuðningsmanna St. Mirren á honum. Þar kemur fram að búist sé við 3-400 stuðningsmönnum St. Mirren á Hlíðarenda annað kvöld.

Í umfjöllun blaðsins kemur þó einnig fram að það hafi ekki gengið hnökralaust fyrir sig að komast til Íslands fyrir stuðningsmenn skoska liðsins. Fá bein flug eru milli landanna og rauk miðaverð upp er ljóst varð að St. Mirren væri á leið til Íslands. Stuðningsmenn finna sér þó leiðir og eru dæmi um að fólk fljúgi í gegnum Dusseldorf, Amsterdam, Búdapest og Riga.

Sá sem lagði á sig lengsta ferðalagið fyrir leikinn gegn Íslandi er Colin Bright, en hann er mættur hingað til lands. Hann starfaði eitt sinn við það að vera í hlutverki lukkudýrs St. Mirren en fyrr á þessu ári flutti hann til Ástralíu. Hann stoppaði þó nokkra daga á Ítalíu á leið sinni til Íslands.

Colin starfar enn fyrir St. Mirren og hjálpar til að mynda við að skipuleggja viðburði á leikdögum. Hann hefur verið duglegur að birta efni frá Íslandi síðan hann mætti hingað til lands í gær. Hann hrósaði því til að mynda hversu þægilegt væri að fara í gegnum Keflavíkurflugvöll, en varaði fólk við því að rútuferðir þaðan tækju óratíma. Kappinn er búinn að skella sér í Bláa lónið og einnig heimsækja N1-völlinn, heimavöll Vals. Leist honum ansi vel.

Stephen Robinson er þjálfari St. Mirren og er hann brattur fyrir leiknum á morgun, en hann býst við hörkuleik.

„Það er erfitt að bera saman íslenska og skoska boltann. Það sem við vitum er að þeir eru með mjög góða leikmenn og stærsta stjarnan er auðvitað Gylfi Sigurðsson,“ sagði hann meðal annars um andstæðinga morgundagsins.

Meira efni Colin frá Íslandi má sjá með því að smella á nafnið hans á hlekknum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt

Beckham og Neville henda 17 leikmönnum burt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum

Staðfest að Amorim verður ekki rekinn sama hvað gerist í næstu leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist