fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Hækkuðu verðmiðann eftir að Manchester United sýndi áhuga

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 13:00

Youssouf Fofana. Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Monaco hefur hækkað verðmiðann á Youssouf Fofana eftir að stórlið sýndu honum áhuga. Sky Italia segir frá.

Á dögunum bauð AC Milan 15 milljónir, auk greiðslna síðar meir, í leikmanninn en því var hafnað og er verðmiðinn nú 30 milljónir evra.

Því er haldið fram að Monaco hafi hækkað verðmiðann í kjölfar þess að Atletico Madrid og Manchester United sýndu Fofana áhuga.

Fofana er 25 ára gamall miðjumaður. Hann hefur verið á mála hjá Monaco síðan 2020. Þá á kappinn að baki 21 A-landsleik fyrir hönd Frakklands og kom hann við sögu í þremur leikjum liðsins á nýafstöðnu Evrópumóti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mainoo fékk skýr skilaboð

Mainoo fékk skýr skilaboð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti

Lammens fer til United – Framtíð Emi Martinez í lausu lofti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref

Chilwell gæti tekið mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við

Haraldur Árni rekinn frá Grindavík – Marko og Anton taka við