fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Nóg að gera á skrifstofu Manchester United – Þrjú ný nöfn nú á blaði

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 09:32

Mazraoui í baráttunni í leik gegn Manchester United . Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United virðist vera á eftir hægri bakverði í sumar og eru bæði Noussair Mazraoui og Vanderson á blaði.

Mazraoui er 26 ára gamall og hefur verið hjá Bayern Munchen í tvö ár. Hann er fjölhæfur og getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar og farið upp á miðju, sem gæti gert hann að heillandi kosti fyrir United. Þýska stórveldið vill um 20-25 milljónir evra fyrir hann.

Bæði Bild og Sky Sports segja United og einnig West Ham hafa áhuga á þessum landsliðsmanni Marokkó, en síðarnefndi miðillinn segir United einnig hafa augastað á Vanderson.

Sá er 23 ára gamall og á mála hjá Monaco. Hann á að baki tvo A-landsleiki fyrir Brasilíu. Hann getur einnig leikið ofar á vellinum.

Loks er Youssouf Fofana, miðjumaður sem einnig er á mála hjá Monaco, orðaður við United í frönskum miðlum. Franska félagið vill um 35 milljónir evra fyrir kappann.

Það virðist vera nóg að gera á skrifstofu United þessa dagana. Félagið hefur þegar klófest Joshua Zirkzee frá Bologna og Leny Yoro frá Lille. Þá eru rauðu djöflarnir á eftir Matthijs de Ligt, miðverði Bayern.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes

West Ham rífur upp stóra heftið fyrir Fernandes
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag

Bað kurteisislega um að fá að fara í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham