fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Virðist staðfesta að hann gæti farið til Manchester – ,,Hann er hollenskur og þjálfarinn er hollenskur“

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uli Hoeness, goðsögn Bayern Munchen, hefur gefið í skyn að Matthijs de Ligt sé á förum frá félaginu í sumar.

Hoeness er í sambandi við stjórn þýska stórliðsins en hann var forseti félagsins áður en hann hætti árið 2019.

De Ligt er sterklega orðaður við Manchester United á Englandi sem er að leita að öðrum hafsent fyrir komandi tímabil.

De Ligt þekkir stjóra United, Erik ten Hag, nokkuð vel og eru góðar líkur á að hann spili á Old Trafford í vetur.

,,Það er mögulegt að varnarmaður sé á förum. De Ligt er hollenskur og þjálfari Man United er hollenskur,“ sagði Hoeness.

,,Það væri ekki vandamál ef hann verður áfram en ég myndi persónulega ekki selja Dayot Upamecano.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð