fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Lýsir viðbrögðum Albana eftir að Gylfi Þór gerði þetta á fimmtudag

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 10:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia gátu ekki annað en klappað fyrir leikmönnum Vals eftir leik liðanna ytra á dögunum.

Liðin áttust við í 1. umferð undankeppni Sambansdeildarinnar. Eftir 2-2 jafntefli í fyrri leiknum hér heima, þar sem sauð eftirminnilega upp úr eftir leik, vann Valur magnaðan 0-4 sigur í útileiknum.

„Albanirnir klöppuðu fyrir okkur í leikslok, þeir voru það ánægðir með okkur,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við úrvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag, en hann var að sjálfsögðu staddur á vellinum í Albaníu.

Lýsti hann þá augnablikinu þegar Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fjórða mark Valsara á Tryggva Hrafn Haraldsson. Sendingin var sannkallað augnakonfekt og afgreiðslan ekki mikið síðri, eins og sjá má í spilaranum.

„Stúkan sem við sátum í hoppaði nánast upp í loft og trúði ekki þessari sendingu, hún var það glæsileg,“ sagði Börkur.

Valur mætir St. Mirren frá Skotlandi í næstu umferð. Fyrri leikurinn er hér heima á fimmtudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn eitt höggið fyrir Tottenham

Enn eitt höggið fyrir Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit

Hafa ekki áhyggjur af Blikum þrátt fyrir ósannfærandi úrslit
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær