fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Biðst innilega afsökunar á mjög óviðeigandi ummælum: Líkti honum við einhverfan einstakling – ,,Ætlaði aldrei að segja þetta“

Victor Pálsson
Mánudaginn 22. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jorge Sampaoli, fyrrum þjálfari Argentínu, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Ousmane Dembele.

Dembele er leikmaður Paris Saint-Germain og Frakklands og spilaði með landsliði sínu á EM í sumar.

Sampaoli líkti Dembele við einhverfan einstakling fyrr í mánuðinum – eitthvað sem hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir.

Hann sér eftir þeim ummælum eftir eins og áður sagði töluverða gagnrýni á samskiptamiðlum og í fjölmiðlum.

,,Hinir leikmennirnir eru eins og áhorfendur og bíða eftir því sem gerist næst. Þeir vita að hann spilar eins og hann sé einhverfur – hann byrjar sóknina og endar hana sjálfur,“ sagði Sampaoli um Dembele.

Sampaoli segir að ummælin hafi í raun verið tekin úr samhengi og hefur beðist afsökunar í kjölfarið.

,,Ég ætlaði aldrei að segja að hann væri einhverfur. Ég bið alla afsökunar,“ sagði Sampaoli.

,,Ég vildi tala um hans eiginleika sem knattspyrnumaður. Meira en áður þá þarftu að passa hvað þú segir opinberlega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð

Ummæli Trump um eiganda stórliðsins vekja hörð viðbrögð