fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Setti fótinn niður aðeins 11 ára gamall og neitaði að taka þátt – ,,Ég er hættur, ég vil verða atvinnumaður í fótbolta“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 21. júlí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Roy Keane sér alls ekki eftir ákvörðun sem hann tók aðeins 11 ára gamall í heimalandinu, Írlandi.

Keane var byrjaður að reykja sígarettur ásamt vinum sínum á þessum unga aldri en var enn að spila fótbolta og hafði mikinn áhuga á íþróttinni.

Keane átti stórkostlegan feril hjá Manchester United á sínum tíma og vann ófáa titla á Old Trafford.

Hann ákvað sjálfur að taka ákvörðun um að hætta að reykja 11 ára gamall enda var strákurinn með eitt markmið; að verða atvinnumaður í fótbolta.

,,Ég man eftir því þegar við fórum að sparka í bolta eftir leikina um kvöldin,“ sagði Keane um fortíðina.

,,Árið 1982 þá var ég 11 ára gamall, ég var ásamt vinum mínum að spila bolta og við vorum í því að reykja eina sígarettu af og til á þessum aldri.“

,,Ég var að spila minn leik og var spurður að því hvort ég ætlaði að fá mér eina með þeim. Ég man eftir því að hafa sagt: ‘Ég er hættur, ég vil verða atvinnumaður í fótbolta.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur