Íslenskar stelpur hafa vakið verulega athygli á samfélagsmiðlinum TikTok en um er að ræða leikmenn U19 landsliðsins.
Myndbandið var tekið upp fyrir leik gegn Svíþjóð í vikunni en það var Ísabella Sara Tryggvadóttir sem birti það á miðlinum.
Tæplega tvær milljónir hafa horft á myndbandið þegar þetta er skrifað en það er ansi skemmtilegt.
Stelpurnar bjóða upp á alls konar fögn í þessu myndbandi og herma á meðal annars eftir landsliðstjörnum enska karlalandsliðsins.
Rúmlega 270 þúsund manns hafa ‘lækað’ myndbandið sem Ísabella birti á eigin reikningi.