fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ekki víst að Arsenal fái sinn mann á næstunni – Beðinn um að snúa aftur til æfinga

Victor Pálsson
Föstudaginn 19. júlí 2024 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki víst að varnarmaðurinn Riccardo Calafiori gangi í raðir Arsenal strax en hann er á mála hjá Bologna.

Arsenal var búið að ná samkomulagi við Bologna um kaupverð og er leikmaðurinn staðráðinn í að koma til Englands.

Bologna hefur hins vegar ákveðið að pása þessi skipti en félagið vill ræða við fyrrum félag Calafiori, Basel.

Ítalinn var keyptur til Bologna árið 2023 frá Basel og á svissnenska félagið rétt á 50 prósent af kaupverði hans.

Arsenal er talið borga 42 milljónir punda fyrir leikmanninn en Bologna myndi þá aðeins græða 21 milljón og Basel einnig 21 milljón.

Samkvæmt Sky Sports á Ítalíu hefur Bologna beðið Calafiori um að snúa aftur til æfinga á undirbúningstímabilinu og mun vonast eftir hærri upphæð frá Arsenal.

Litlar líkur eru á að Basel lækki sinn hlut í kaupverðinu en Bologna er vongott um að geta fengið aðeins hærri upphæð eða um átta milljónir meira fyrir strákinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn