fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433Sport

Frægur einstaklingur fór vel yfir strikið: Hótaði manninum öllu illu – ,,Ég er að koma að rífa úr þér tennurnar og berja þig“

433
Fimmtudaginn 18. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marc Cucurella, landsliðsmaður Spánar, fór yfir strikið er hann fagnaði sigri liðsins á EM í Þýskalandi.

Cucurella hótaði manni sem ber nafnið Lautaro del Campo og er einnig þekktur sem ‘La Cobra’ í heimalandinu Argentínu.

La Cobra streymir reglulega á netinu og er oft með óþarfa kjaft en hann er einnig boxari og slóst við áhrifavaldinn Guanyar í síðustu viku.

Cucurella var klárlega kominn í glas er hann lét þessi ummæli falla og hefur líklega séð eftir athæfi sínu daginn eftir.

,,Cobra ég er að koma að rífa úr þér tennurnar, ég ætla að berja þig,“ sagði Cucurella nokkuð æstur.

,,Ég er að koma í þig, ég er ekki með neina vini með mér. Ég er að koma til þín.“

Dæmi nú hver fyrir sig en Cucurella er á mála hjá Chelsea sem spilar í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syrgir móður sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann

Leikið á Reykjavíkurborg í Fossvogi í gær – Gáfu bjórinn frekar en að selja hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga

Stuðningsmenn Arsenal vel peppaðir eftir að hafa séð þessa flutninga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ

Besta deildin: Jafnt í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho

United vill fá framherja Chelsea – Gætu notað hann sem skiptimynt til að fá Garnacho