fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 11:30

Arnór og unnusta hans Andrea Röfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór ekki leynt með það í viðtali hér á landi á dögunum að hann vildi burt frá Norrköping. Fregnir af þessu rötuðu fljótt út til vinnuveitenda hans í Svíþjóð.

Norrköping hefur verið í veseni í sænsku úrvalsdeildinni en Arnóri þó gengið vel. „Ég hef ekki farið leynt með það að ég var opinn fyrir því í janúar, ég held þessu öllu opnu. Ég set standarinn hærra en það sem er verið að bjóða upp á núna,“ sagði Arnór Ingvi í Chess After Dark fyrir um mánuði síðan.

„Ég er búinn að láta vita að þetta er eitthvað sem ég sætti mig ekki við, fleiri loforð sem hafa ekki staðist. Þetta hefur ekki gengið nógu vel.“

Meira
Arnór Ingvi upplifir svikin loforð í Svíþjóð og vill burt – „Eitthvað sem ég sætti mig ekki við“

Magni Fannberg var fyrr í sumar ráðinn sem íþróttaráðgjafi hjá Norrköping. Á dögunum var hann einmitt í viðtali við Chess After Dark og var spurður út í ummæli Arnórs.

„Það er aldrei gott að lykilmönnum líði svona og segi það sem hann sagði, hvort sem það er rétt eða ekki. Það verður að taka á því,“ sagði hann þar.

„Ég skil Arnór Ingva mjög vel. Liðinu gengur illa og hann er að spila vel, honum gengur vel í landsliðinu og sér möguleikana þar. Ég held að það skilji allir hans afstöðu í þessu en ég held að klúbburinn verði hreinlega að taka það á sig að þetta á aldrei að ganga svo langt að lykilleikmaður og jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu, að þurfa að koma hingað til að tjá sig um hvernig honum líður,“ bætti hann við og sagði ummæli Arnórs fljótt hafa ratað inn á borð til Norrköping.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“

Amorim staðfestir áhuga á Fernandes – ,,Þau eru tilbúin að gera það ómögulega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur

England: Watkins tryggði Villa dýrmætan sigur
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann
433Sport
Í gær

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“