fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Ummæli Arnórs í viðtali á Íslandi rötuðu fljótt til vinnuveitenda hans – „Á aldrei að ganga svo langt að jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 11:30

Arnór og unnusta hans Andrea Röfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason fór ekki leynt með það í viðtali hér á landi á dögunum að hann vildi burt frá Norrköping. Fregnir af þessu rötuðu fljótt út til vinnuveitenda hans í Svíþjóð.

Norrköping hefur verið í veseni í sænsku úrvalsdeildinni en Arnóri þó gengið vel. „Ég hef ekki farið leynt með það að ég var opinn fyrir því í janúar, ég held þessu öllu opnu. Ég set standarinn hærra en það sem er verið að bjóða upp á núna,“ sagði Arnór Ingvi í Chess After Dark fyrir um mánuði síðan.

„Ég er búinn að láta vita að þetta er eitthvað sem ég sætti mig ekki við, fleiri loforð sem hafa ekki staðist. Þetta hefur ekki gengið nógu vel.“

Meira
Arnór Ingvi upplifir svikin loforð í Svíþjóð og vill burt – „Eitthvað sem ég sætti mig ekki við“

Magni Fannberg var fyrr í sumar ráðinn sem íþróttaráðgjafi hjá Norrköping. Á dögunum var hann einmitt í viðtali við Chess After Dark og var spurður út í ummæli Arnórs.

„Það er aldrei gott að lykilmönnum líði svona og segi það sem hann sagði, hvort sem það er rétt eða ekki. Það verður að taka á því,“ sagði hann þar.

„Ég skil Arnór Ingva mjög vel. Liðinu gengur illa og hann er að spila vel, honum gengur vel í landsliðinu og sér möguleikana þar. Ég held að það skilji allir hans afstöðu í þessu en ég held að klúbburinn verði hreinlega að taka það á sig að þetta á aldrei að ganga svo langt að lykilleikmaður og jafn vel gefinn drengur og Arnór þurfi að lenda í þessari aðstöðu, að þurfa að koma hingað til að tjá sig um hvernig honum líður,“ bætti hann við og sagði ummæli Arnórs fljótt hafa ratað inn á borð til Norrköping.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin