fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Myndband: Óhugnanlegir atburðir í Bandaríkjunum í nótt er skríllinn ruddist inn – Tróðu sér inn í gegnum loftræstikerfi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það ætlaði allt að fara úr böndunum og var meira en klukkustundar frestun á úrslitaleik Copa America í Bandaríkjunum í nótt.

Þar mættust Argentína og Kólumbía í Miami en leikurinn hófst 75 mínútum of seint þar sem fjöldi miðalausra stuðningsmanna ruddist inn á völlinn.

Fólk án miða fór ýmsar leiðir til að svindla sér inn á völlinn og mátti meðal annars sjá hóp af fólki troða sér inn um loftræstikerfi.

Um tíma opnuðu öryggisverðir einfaldlega hliðin inn á völlinn fyrir öllum af ótta við að troðningur myndi myndast.

Sem fyrr segir var leiknum frestað og þurftu einhverjir leikmenn að yfirgefa búningsklefana til að fara og aðstoða fjölskyldur sínar við að komast inn á völlinn. Þar á meðal var Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister. Móðir hans lýsir ástandinu í nótt sem „ómannlegu.“

Leikurinn fór þó að lokum fram og vann Argentína 1-0 sigur.

Bandaríkin eiga að halda HM eftir tvö ár og verður að segja að skipulagsleysi og skortur á öryggisgæslu á leiknum í nótt hringi viðvörunarbjöllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við