fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Fá að spila heimaleikinn gegn Val í Albaníu þrátt fyrir lætin á Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 15. júlí 2024 10:45

Frá Loro Borici leikvanginum, þar sem leikur Vllaznia og Vals fer fram á fimmtudag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikur Vals gegn Vllaznia í undankeppni Sambandsdeildarinnar fer fram á heimavelli síðarnefnda liðsins í Albaníu þrátt fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins og stjórnarmanna á fyrri leik liðanna hér heima. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við 433.is.

Stuðningsmenn, starfsfólk og háttsettir einstaklingar Vllaznia létu öllum illum látum á leiknum, sem lauk 2-2. Það var hrækt á dómara, hann sleginn, öryggisvörður kýldur og hvað eina. Þá var stuðningsmönnum, stjórnarmönnum, leikmönnum og öðrum sem tengjast Val hótað.

Meira
Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

Því hefur mikið verið velt upp hvort Vllaznia fái að spila heimaleik sinn í Albaníu eða þá hvort eða hvernig refsingu félagið hljóti fyrir hegðun stuðnings- og stjórnarmanna hér á Íslandi. Jörundur segir að málið sé á borði UEFA en að engin ákvörðun um refsingu muni liggja fyrir áður en að leiknum á fimmtudag kemur.

Leikur Vllaznia og Vals hefst klukkan 16 á fimmtudag að íslenskum tíma. Sem fyrr segir er staðan í einvíginu jöfn en sigurvegari þess mætir St. Mirren í 2. umferð undankeppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin