fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Magni gagnrýnir starfsemina á Íslandi harkalega: Krakkarnir að borga fyrir fullorðna – ,,Það er gjörsamlega galið“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. júlí 2024 14:30

Mynd: FVN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og þróunarstjórinn Magni Fannberg tekur algjörlega undir það að það sé ‘galið’ hvernig stærstu félög Íslands séu rekin og hvernig þau þéna sína peninga.

Magni býr yfir mikilli reynslu erlendis en hann hefur starfað í Svíþjóð frá árinu 2011 hjá Brommapojkarna, Brann, AIk og Start.

Magni þekkir vel hvernig þessi lið eru rekin en hann var áður þjálfari Grindavíkur og Fjarðabyggðar hér heima.

Hann starfaði einnig fyrir HK og Víking sem aðstoðarþjálfari en hélt erlendis 2011 og tók við U19 liði Brommapojkarna.

Það er ekki auðvelt verkefni að reka lið hérlendis eins og flestir vita en meistaraflokkar treysta oft á yngri flokka til að safna peningum fyrir sín komandi verkefni.

,,Auðvitað er ég sammála því. Það er gjörsamlega galið að ákveðnu leyti að yngri flokka störf séu einn af stærri tekjuliðum félagana,“ sagði Magni í samtali við Chess After Dark.

,,Svoleiðis þekkist ekki úti – án þess að vera of gagnrýninn, ég þarf að passa mig hvað ég segi en ef þú horfir erlendis þá eru varla til þessi atvinnumannalið sem Íslendingar eru að keppa við og bera sig saman við í Skandinavíu. Þar eru meistaraflokkar og þeirra tekjur að borga fyrir yngri flokkana.“

,,Þeir sem stjórna þessu sitja ekki hérna og geta svarað þessu en það sem mér finnst vera of lítið í umræðunni, þegar Danir, Svíar og Norðmenn tala um sínar deildir sem þróunardeildir þá ætti íslenska deildin að vera það líka.“

,,Æfingagjöldin borga fyrir meistaraflokka og íslenskt ungmennastarf er á heimsmælikvarða en vandamálið er að það er ekkert afreksstarf. Ég er ekki að segja að fólk eigi að byrja með afreksstarf. Afreksstarfið er ekkert og síðan erum við með deild, tvö lið sem byggja leikmannahópa sína þannig svo þeir eigi að ná árangri. Það eru ekki svo miklir peningar fyrir að vinna Íslandsmótið eða bikarkeppnir svo peningarnir koma frá því að ná langt í Evrópu.“

Nánar er rætt við Magna hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“

Er það síðasti séns Arteta? – ,,Annar maður kemur inn og klárar verkefnið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Í gær

Wilshere heldur ekki starfinu

Wilshere heldur ekki starfinu
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“