Það er væntanlega ekki auðvelt líf að vera Georgina Rodriguez sem er kærasta stórstjörnunnar Cristiano Ronaldo.
Georgina er gríðarlega vinsæl á samskiptamiðlum en hún fékk ansi mikið og óvænt hatur eftir færslu sem hún birti í gær.
Þar má sjá Georgina á ströndinni í sumarfríi ásamt fjölskyldu sinni en Ronaldo og börnin voru með í för.
Ákveðið fólk virðist vera orðið þreytt á myndböndum Georgina og vill meina að hún hafni ekki tækifæri á að sýna á sér rassinn.
,,Er þetta ekki komið gott? Það eina sem maður sér á þessari síðu er rassinn á þér, það eina!“ skrifaði einn við myndbandið.
,,Þú ert rosalega falleg en við fáum ekki að sjá það, athyglissjúk,“ segir annar og bætir sá þriðji við: ,,Viltu vera þekkt sem rassakonan? Það vita allir hvað þú ert að gera.“
Þetta saklausa myndband má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram