England ‘svindlaði sér inn í úrslitaleik EM’ samkvæmt þýska miðlinum Bild sem vakti heimsathygli með frétt sinni í gær.
Bild vill meina að Englendingar séu stálheppnir að vera komnir í úrslitaleikinn eftir slaka frammistöðu á mótinu hingað til.
England hefur ekki verið sannfærandi í öllum leikjum sínum hingað til en er þó komið alla leið í úrslit og mætir þar Spánverjum sem hafa spilað vel.
Bild hefur fengið mikinn skít frá Englendingum fyrir þessa frétt en einnig eru margir sem taka undir ummælin.
Englendingar voru mögulega heppnir í síðasta leik sem vannst 2-1 gegn Hollendingum og þá sérstaklega gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum er Jude Bellingham kom til bjargar á síðustu stundu.
,,Á meðan þeir bresku svindluðu sér inn í úrslitaleikinn þá hafa þeir spænsku hrifið alla á mótinu,“ var skrifað.
,,Þeir eru klárlega sigurstranglegri í leiknum og vilja vinna sitt fjórða Evrópumeistaramót í sögunni.“