fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ótrúleg saga tánings sem þénaði allt í einu 1,8 milljónir á hverju kvöldi – COVID hjálpaði honum verulega

433
Laugardaginn 13. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem kannast við nafnið Reuell Walters en hann er fyrrum undrabarn bæði Tottenham og Arsenal.

Walters er 19 ára gamall í dag en hann hafnaði nýjum samningi hjá Arsenal í sumar og hefur nú krotað undir hjá Luton.

Luton staðfesti skipti Walters í gær en hann er fjölhæfur varnarmaður sem getur spilað í miðverði og í hægri bakverði.

Hann á athyglisverða sögu að baki en Walters er þekktastur fyrir það að hafa búið til kort í tölvuleiknum Fortnite sem heitir RJW BoxPVP.

Þetta varð gríðarlega vinsælt árið 2019 en Walters hafði lítið annað að gera á tímum COVID-19 og einbeitti sér að tölvuleiknum.

The Sun greinir frá því að Walters hafi þénað 10 þúsund pund eða um 1,8 milljónir króna á hverju kvöldi í viku eftir að kortið var gefið út en Epic Games, eigandi Fortnite, sá um að borga þann pening.

Tæplega 300 milljónir hafa náð í þetta ágæta kort í tölvuleiknum en faðir leikmannsins var steinhiss er hann komst að því hvað væri að eiga sér stað.

,,Hann sagði við mig að hann hefði fengið 20 dollara fyrir kortið sitt. Að fólk væri að spila það sem hann hafði búið til og væri að kaupa hluti með ‘V-Bucks.’

Ansi skemmtilega saga á bakvið þennan ágæta strák sem fær vonandi tækifæri með aðalliði Luton á næsta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“