fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Ótrúleg saga tánings sem þénaði allt í einu 1,8 milljónir á hverju kvöldi – COVID hjálpaði honum verulega

433
Laugardaginn 13. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir sem kannast við nafnið Reuell Walters en hann er fyrrum undrabarn bæði Tottenham og Arsenal.

Walters er 19 ára gamall í dag en hann hafnaði nýjum samningi hjá Arsenal í sumar og hefur nú krotað undir hjá Luton.

Luton staðfesti skipti Walters í gær en hann er fjölhæfur varnarmaður sem getur spilað í miðverði og í hægri bakverði.

Hann á athyglisverða sögu að baki en Walters er þekktastur fyrir það að hafa búið til kort í tölvuleiknum Fortnite sem heitir RJW BoxPVP.

Þetta varð gríðarlega vinsælt árið 2019 en Walters hafði lítið annað að gera á tímum COVID-19 og einbeitti sér að tölvuleiknum.

The Sun greinir frá því að Walters hafi þénað 10 þúsund pund eða um 1,8 milljónir króna á hverju kvöldi í viku eftir að kortið var gefið út en Epic Games, eigandi Fortnite, sá um að borga þann pening.

Tæplega 300 milljónir hafa náð í þetta ágæta kort í tölvuleiknum en faðir leikmannsins var steinhiss er hann komst að því hvað væri að eiga sér stað.

,,Hann sagði við mig að hann hefði fengið 20 dollara fyrir kortið sitt. Að fólk væri að spila það sem hann hafði búið til og væri að kaupa hluti með ‘V-Bucks.’

Ansi skemmtilega saga á bakvið þennan ágæta strák sem fær vonandi tækifæri með aðalliði Luton á næsta tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar

Veskin galopin fyrir norðan – Ferðin með Gumma Ben og Alberti aðeins hluti upphæðarinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“

Stórstjörnur bregða á leik í tónlistarmyndbandi við EM-lagið – „Bolti númer fimm og ég var nýbúinn að pumpa í hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar

Staðfesta að fjórir dýrir leikmenn fari frítt i sumar
433Sport
Í gær

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn

Arne Slot tjáir sig um brottför Trent í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað