Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, mun þéna miklu meira en kollegi sinn Luis de la Fuente fyrir sigur í úrslitaleik EM á morgun.
Úrslitaleikur EM hefst 19:00 á morgun en Southgate mun þar mæta spænska landsliðinu sem hefur verið það besta á mótinu hingað til.
Greint er frá því að De La Fuente muni fá 306 þúsund pund í bónus og í eigin vasa ef Spánverjar vinna mótið.
Peningarnir eru þó allt aðrir hjá enska landsliðinu en Southgate mun fá fjórar milljónir punda fyrir sigur.
Það er rúmlega tíu sinnum meira en De La Fuente mun þéna en peningarnir í knattspyrnunni á Englandi eru mun hærri en á Spáni.
Þetta verður mögulega seinasti leikur Southgate sem landsliðsþjálfari en hann er talinn horfa á það að kveðja eftir mótið.