fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Clattenburg steinhissa á að UEFA hafi valið þennan dómara fyrir úrslitaleikinn – Ekki sá besti í heimalandinu

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. júlí 2024 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Clattenburg, einn besti dómari sögunnar, er steinhissa á því að franski dómarinn Francois Letexier muni dæma úrslitaleik EM á morgun.

Englendingar spila við Spánverja í úrslitaleiknum í Berlin en Letexier mun þar dæma sinn fjórða leik á mótinu.

Athygli vekur að Letexier er ekki besti dómari í eigu Frakka samkvæmt ‘dómaratöflunni’ en það er Clement Turpin.

Letexier dæmdi leik Króatíu og Albaníu, Danmerkur og Serbíu og svo skemmtunina í leik Spánverja og Georgíu sem endaði 4-1.

Clattenburg gerði garðinn frægan sem dómari í ensku úrvalsdeildinni og dæmdi einnig margoft á stórmótum.

,,Ákvörðun UEFA að velja Francois Letexier fyrir leikinn mun koma mörgum sem starfa í heimi dómara á óvart, jafnvel í Frakklandi, hann er ekki talinn þeirra besti dómari,“ sagði Clattenburg.

,,Clement Turpin er talinn besti dómari Frakklands og annað en Letexier þá hefur hann dæmt í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“