fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Allt breyttist á einni nóttu: Allt í einu 500 manns fyrir utan hótelið – ,,Aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. júlí 2024 19:00

Messi er í stuði eftir að hann flutti til Miami.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DeAndre Yedlin, leikmaður FC Cincinnati , viðurkennir að líf leikmanna Inter Miami hafi breyst verulega eftir komu Lionel Messi.

Messi er einn besti ef ekki besti fótboltamaður sögunnar en hann er í dag fyrirliði Miami eftir komu frá Paris Saint-Germain.

Messi gekk í raðir Miami í fyrra og hefur staðið sig nokkuð vel með félaginu sem er nýstofnað.

Yedlin viðurkennir að Miami sé orðið mun vinsælla félag eftir að argentínska goðsögnin gerði samning 2023.

Yedlin lék ekki lengi með Messi en hann yfirgaf Miami á árinu til að semja við Cincinnati.

,,Ég get ekki sagt að ég hafi upplifað neitt þessu líkt á ævinni, ég hef kannski upplifað hluti sem eru nær þessu en aðrir leikmenn liðsins,“ sagði Yedlin sem lék um tíma á Englandi.

,,Þetta var sjokk fyrir marga af strákunum til að byrja með. Við ferðuðumst í leiki og það voru kannski þrír aðilar bíðandi fyrir utan hótelið okkar en í dag eru þeir 500.“

,,Jafnvel í útileikjum þá er einn þriðji af fólkinu fyrir utan í bleikum treyjum. Það er gott, sérstaklega fyrir þessa leikmenn og jafnvel fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gjaldþrot blasir við

Gjaldþrot blasir við