fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Meira um óhugnanlega uppákomu að Hlíðarenda – Hótaði að skera augun úr íslenskum stuðningsmanni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 12. júlí 2024 11:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppákoma á leik Vals og albanska liðsins Vllaznia í 1. umferð undankeppni Sambandseildar Evrópu í gær er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. Vísir fjallar um málið.

Leiknum í gær lauk 2-2. Albanirnir voru allt annað en sáttir með uppbótartímann í leiknum en á níundu mínútu hans jafnaði Valur. Það er því allt jafnt fyrir seinni leik liðanna ytra.

Meira
Sláandi uppákoma að Hlíðarenda náðist á myndband – Líflátshótanir og lögregla kölluð til

Stuðningsmenn, starfsfólk og háttsettir einstaklingar Vllaznia létu öllum illum látum á leiknum. Það var hrækt á dómara, hann sleginn, öryggisvörður kýldur og hvað eina. Þá var stuðningsmönnum, stjórnarmönnum, leikmönnum og öðrum sem tengjast Val hótað. Stuðningsmaður sem vill ekki láta nafn síns getið segir til að mynda við Vísi að stuðnignsmaður albanska liðsins hafi hótað því að skera úr honum augun.

Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti við Vísi að málið væri á borði sambandsins og virkt samtal væri milli KSÍ og UEFA. UEFA er með málið til skoðunar og er sambandið á viðvörunarstigi (e. highest alert) vegna málsins.

Í fréttinni kemur einnig fram að seinni leikur liðanna úti í Albaníu gæti verið í hættu vegna hegðunnar stuðningsmanna Vllaznia hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid
433Sport
Í gær

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað

Eiginkona De Bruyne sást skoða hús í öðru landi – Ýtir undir sögur um að hann fari þangað
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar