fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Myndband: Brást illa við spurningunni – „Reyndu að virða annað fólk“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hafði ekki allt of mikinn húmor fyrir spurningu sem hann fékk um framtíð sína eftir tap gegn Spáni í undanúrslitum EM í gærkvöldi.

Frakkar voru heldur ósannfærandi á mótinu og skoruðu til að mynda ekki úr opnum leik, fyrir utan sjálfsmörk, fyrr en í 2-1 tapinu í gær.

Deschamps var eftir leik spurður út í framtíð sína en hann vildi lítið gefa upp og taldi spurninguna ekki eiga rétt á sér.

„Spurðu forsetann. Ég var að tapa undanúrslitaleik. Heldurðu að ég sé að fara að svara?“ sagði Deschamps, sem var þó yfirvegaður á meðan.

„Ég virði þig en reyndu að virða annað fólk í ábyrgðastöðum. Ég segi þetta rólega. Ég er hér til að svara spurningum en ég svara þessari ekki í dag. Þú hefðir ekki átt að spyrja mig að þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“